Heiðursborgarar í Bláskógabyggð

Hlýtt á fyrirlestur um gömlu Ölfusárbrúna

Það eru jafnan fagnaðarfundir er félagar heiðursborga í Bláskógabyggð koma saman.

Í dag voru það Laugdælir er þekktust boð Tungnamanna um samveru í Haraldarholti sem er félagsheimili eldri borgara í Reykholti.

Elínborg Sigurðardóttir formaður FEB. bauð gesti velkomna og kynnti starfsemina og það helsta er hefur á dagana drifið og áformað er í starfinu.

Ísleifur Ágúst Jakobsson tók svo við og flutti stórfróðlegt erindi um gömlu Ölfusárbrúna og lífið og tilveru fólks á þeim árum er hún var byggð og starfrækt.

Bjarni Kristinsson á Brautarhóli sté svo í pontu og hélt uppi stuðinu með gríni og glens.Tókst honum svo vel til að haft var á orði að hann gæti auðveldlega leyst Ladda af í forföllum. Því miður náðist ekki af honum mynd.

Árni Ísleifur Jakobsson flutti afar fróðlegt og skemmtilegt erindi.

Hér varð ljósmyndaranum á þau herfilegu mistök að mynda ekki veisluborðið fyrr en allt var yfirstaðið. Brynja Eyþórsdóttir var þar að vanda með hlaðið veisluborð

Follow Us

Advertisement