Vegagerð í Eystri-tungu í Biskupstungum

Jarðvegsrannsóknir fyrir útboð.

Jarðvegsrannsóknir á Einiholtsbrekkum eiga að leiða í ljós hvort um nýtanlegt efni verður að ræða er nýr vegur verður tekinn niður í hæstu hæðunum.

,,Fyrirhugað er að bjóða út veginn frá Flúðavegi og niður að Drumboddstaðavegi núna í haust eða vetur. Er þá gengið út frá því að þessi kafli verði uppbyggður á næsta ári og klæðningu svo aflokið að vorinu 2027. Ráðgert er að neðri kaflinn niður Tunguhverfi komi svo í framhaldinu eftir að þessum kafla lýkur”. Sagði Svanur.

Svanur Bjarnason umdæmisstjóri vegagerðar á suðurlandi

Íbúar og ferðamenn um Eystri-tungu hafa líklegast lengst allra, í sinni sveit, setið eftir með ónothæft vegasamband um langa leið, áður en ber í malbiksbrún. Hér má sjá kort af fyrirhuguðum kafla er hefst að neðanverðu við gömlu Tungufljótsbrúnna og nær svo upp að Flúðavegi í efri endann.

Follow Us

Advertisement