Byrjuðu heimavist 7 ára gömul

Í heimavist í barnaskólanum í Reykholti í Biskupsungum.

Skólasystkinin eru mjög náin hvert öðru og bera ávallt með sér systkinakærleik er þau hittast.

Hér eru þau upptalinn með þeim bæjarnöfnum er þau voru og eru sum ennþá kennd við, talið frá vinstri:

Guðmundur Jónasson Kjóastöðum,Vignir Jónsson Auðsholti, Þorsteinn Sigurðsson Heiði, Baldur I Sveinsson Drumboddstöðum, Eyvindur Þórarinsson Fellskoti, Sveinn Sæland Espiflöt, Katrín Gróa Lindarbrekku, Þorvaldur Jónasson Kjóastöðum, Arnór Sighvatsson Miðhúsum, Sólrún Guðjónsdóttir Tjörn, Rgnheiður Lilja Georgsdóttir Syðri-Reykjum, Guðrún Hárlaugsdóttir Hlíðartúni, Gunnlaugur Ingvarsson Birkilundi, Jóhanna Björnsdóttir Skálholti, Erlingur Hjaltason Laugarási, Ágústa Sigurðardóttir Heiði, Jón Pétur Guðmundsson Lindarbrekku, Loftur Ingólfsson Iðu, Einar Gíslason Kjarnholtum, Guðmundur Gils Auðsholti, Hjálmur Sighvatsson Miðhúsum, Sigríður B Sigurjónsdóttir Vegatungu, Erlendur Óli Sigurðsson Vatnsleysu, Jón Jakobsson Gufuhlíð, Benidikt Skúlason Laugarási,og Guðrún Sveinsdóttir Bræðratungu. Myndir: Svandís Fjóla Ómarsdóttir

Sumum var það erfitt

Það var gist í skólanum í hálfan mánuð og síðan verið hálfan mánuð heima þess á milli með það námsefni er sett var fyrir til heimanáms. Auðvitað var það börnum misjafnlega erfitt og sumir hugsa til þess með nokkrum trega er þau þurftu að dveljast fjarri heimilum sínum svo ung að árum. Öðrum var það auðveldara eins og gengur og talsverð upplyfting að komast úr fásinninu í stóran hóp leikfélaga.

Það var eitt svefnrými fyrir alla drengina og annað fyrir stúlkurnar. Öllum var komið fyrir í kojum og hermannabeddum er staflað var saman. Eitthvað var um að minnstu börnin væru að beygja af og skríða uppí og leita stuðning hvert hjá öðru eftir að ljósin voru slökkt.

Hópurinn kom nýverið saman á æskuslóðunum.

Stundum voru árgangar saman sitt á hvað í skólastofum og voru auðvitað mikið saman á heimavistinni þvert á aldur. Það voru árgangarnir 1954, 1955 og 1956 er áttu nú endurfundi og samveru í sinni gömlu heimasveit. Dvalið var í góðu yfirlæti á Hótel Geysi og notið fjölbreyttrar samveru í tvo daga, bæði þar og víðsvegar um sveitina. Skólinn heimsóttur og fjölmargir aðrir staðir undir fróðlegri og bráðskemmtilegri leiðsögn Kristófers frá Helludal.

Árg. 1954, Guðrún, Sólrún, Baldur Indriði, Þorvaldur, Guðmundur Gils, Hjálmur og Sveinn

Árg. 1955. Eyvindur, Sigríður Björk, Loftur, Gunnlaugur, Erlingur,Jóhanna,Jón Pétur, Ágústa, Einar og Vignir.

Árg. 1956. Jón Már, Guðmundur, Ragnheiður Lilja, Benedikt, Erlendur Óli, Katrín Gróa, Arnór, Þorsteinn og Guðrún.

Þarna má sjá að baki Hjálms þær Jóhönnu, Guðrúnur tvær og Ágústu. Það voru reglulegir söngtímar og mikil sönghefð í barnaskólanum. Allt undir stjórn og leiðsögn Sigurðar Ágústssonar tónskálds og kennara frá Birtingaholti.

Barnahópurinn þessi var látinn troða upp með söngleik í Aratungu 12 ára gömul. Hann var endurfluttur nú, samkomunni til skemmtunar við kvöldvöku upp við Geysi. Myndin tekin frá söngæfingu í stofunni í Kjarnholtum. Skipuleggjendur mótsins Einar og Eyvindur taka hér örlítið á því á söngæfingu með hópnum. Hjálmur Sighvatsson tónmeistari frá Miðhúsum leikur undir á stofuorgelið.

Því miður hefur með árunum skarðað í hópinn .

Hjördís Georgsdóttir frá Syðri-Reykjum var nýlega látin. Var henni tileinkuð minningarathöfn í Haukadalskirkju.

Þá var þeirra er áður hafa horfið yfir landamærin einnig heiðruð minning með táknrænum hætti.

Úr þessum hópi höfum við nú í heildina misst frá okkur sex skólasystkin, ásamt ellefu kennara og skólastjórnendur.Afar falleg athöfn þar sem Kristján Björnsson vígslubiskup þjónaði fyrir altari og skólabróðir okkar Hjálmur Sighvatsson sá um undirleik.

Það stóð þannig af sér að Einar í Kjarnholtum og Sigga í Vegatungu voru látin sitja saman við borð í níu ára bekknum. Þá var reynt að stríða með því að söngla ”Einar og Sigga…. ligga ligga lá! Við létum það ekki vinna á okkur þá og ekki heldur nú, er við heimsóttum skólann og mátuðum sætið. Borðið hafði þó auðsjáanlega stækkað frá því sem þá var og við kanski lítilsháttar líka.

Ferðast um sveitina á alvöru bifreið með þaulreynda langferðabílstjóranum Eyvindi frá Fellskoti og undir leiðsögn Kristófers frá Helludal.

Þessa mynd tók skólastjórinn af okkur og fleirum á góðri stund í barnaskólanum. Hún var birt í Litla-Bergþór, blaði ungmennafélagsins og fengin hér að láni.

Follow Us

Advertisement