40 ára vígsluafmæli Þorlákskirkju

Þorlákskirkja var vígð af biskupi Íslands 28.júlí 1985

Hér má sjá forsíðu Fréttamolans frá 18. október 1985 þar sem Gunnar Markússon formaður sóknarnefndar fékk sjálfur að skrifa forsíðufréttina. Var honum umhugað að þessi samantekt um kirkjuna og vígslu hennar varðveittist í Fréttamolanum til langrar framtíðar. Gunnar var um árabil skólastjóri í Þorlákshöfn. Síðar tók hann að sér og hafði mikinn áhuga á því að varðveita sögulegrar minjar í hverskonar munum, máli og myndum, er gagnast gæti framtíðar kynslóðum.

Finna má viðtal við Gunnar og Sigurlaugu Arndal konu hans í eldri blöðum Fréttamolans en saman unnu þau fjölmörg góð samfélags og minjaverkefni ásamt og samhliða bókavörslu við bókasafnið á staðnum.

Hátíðarguðsþjónusta verður þann 14. september kl. 14.00

Á vef Þorlákskirkju er þess getið að af tilefni afmælisins verði haldin hátíðarguðsþjónusta þar sem frú Guðrún Karls Helgudóttir biskup mun predika.

Þá mun jafnframt verða efnt til ýmissra viðburða í kirkjunni á haustdögum af tilefni þessara miklu tímamóta

Follow Us

Advertisement